Kveikjum neista

Verkfærakistan
Spekingahornið

Birtist fyrir
28/9/2016
dögum síðan.
Birtist fyrir
28/9/2016
dögum síðan.
0
mínútna lestur.

Örvar Ólafsson

Frjálsíþróttaþjálfari hjá Ármanni

Kveikjum neista

Eitt það vandasamasta í starfi þjálfara er að viðhalda og kveikja neista innri áhugahvatar. Iðkandi sem velur sér viðfangsefni eða útfærslu eftir eigin áhugasviði er mun líklegri til að leggja harðar að sér og fá meira út úr æfingunni. Er þá bæði átt við gleði og gagn! Sem dæmi um einföld atriði sem geta haft áhrif á hvernig iðkendur leggja sig fram má nefna að velja þrekæfingar, þar sem það á við að skipta sjálf í hópa. Einnig getur komið vel út að gefa val um æfingar eða gefa þeim lengri tíma í að fást við viðfangsefni sem þau sjálf kjósa. Hvernig gefurðu iðkendum þínum færi á að koma með eigin hugmyndir um útfærslu æfingarinnar eða hvað er í boði? Er hægt oftar að setja upp fleiri en einn valkost fyrir iðkendur?

Svipað efni

SJÁ ALLA FLOKKA