Árangurinn felst í undirbúningnum

Verkfærakistan
Spekingahornið

Árangurinn felst í undirbúningnum

Birtist fyrir
15/6/2017
dögum síðan.
Birtist fyrir
15/6/2017
dögum síðan.
0
mínútna lestur.

Heiðar Davíð Bragason

Golfkennari og Íþróttakennari á Dalvík

Árangurinn felst í undirbúningnum

Ég bý á Dalvík og kenni þar skólaíþróttir ásamt því að þjálfa golf. Ég hef þjálfað við golfklúbbinn á Dalvík síðan 2011 og gengið mjög vel.  Ég er eini þjálfarinn við klúbbinn þannig að ég þjálfa krakka frá 5 ára aldri upp í 18 ára ásamt því að sinna fullorðnum.  Félagatalan í klúbbnum er í kringum 90 manns og af því hafa verið um 25-30 krakkar.

Á mínum keppnisferli setti ég mér alltaf markmið og það hjálpaði mér mikið. Ég fór svo yfir markmiðin þegar keppnistímabilinu var lokið og skrifaði niður hvað mér fannst hafa gengið vel og hvað hafi mátt fara betur á tímabilinu. Út frá því þróuðust markmið mín og æfingar fyrir næsta tímabil.  

Þessa reynslu mína hef ég notað í þjálfun.

Ég hef lagt mikla áherslu á að krakkarnir setji sér markmið og finni út hvar veikleikar og styrkleikar þeirra liggja. Út frá markmiðunum miðast svo æfingamagnið og áherslur hjá hverjum og einum og hvað þau þurfa að æfa þegar þau taka aukaæfingarnar sínar.  Ég fer svo yfir markmiðin þeirra með þeim og athuga hvort þetta sé ekki allt raunhæft og hvort megi jafnvel bæta í ef vilji er fyrir hendi.  Eftir því sem krakkarnir verða eldri og búin að vera lengur hjá mér þá verða markmiðin fleiri og ná yfir stærra svið.  Ég er þá farinn að þekkja leikmennina betur og hvar þeirra mörk liggja.

Mín skoðun er sú að leikmenn eiga aldrei að setja sér markmið um að vinna ákveðið mót eða ákveðinn titil.  

Mín reynsla er sú að leikmenn sem setja sér markmið um að vinna ákveðin titil eru yfirspenntir þegar loksins kemur að stóra mótinu.  

Markmið eiga að hjálpa leikmanninum að þróa ákveðna þætti leiksins og að hjálpa leikmanninum að fást við ákveðnar aðstæður, bæði líkamlega og tilfinningalega.  

Ef leikmaðurinn vinnur sína vinnu þá er hann líkamlega og tilfinningalega tilbúinn þegar stóra stundin kemur, svo snýst þetta bara um að njóta stundarinnar.

Svipað efni

SJÁ ALLA FLOKKA