Svona verður fólk að leiðtogum

Verkfærakistan
Spekingahornið

Svona verður fólk að leiðtogum

Birtist fyrir
3/11/2017
dögum síðan.
Birtist fyrir
3/11/2017
dögum síðan.
0
mínútna lestur.

Vanda Sigurgeirsdóttir

Vanda Sigurgeirsdóttir er lektor í tómstunda- og félagsmálafræði við menntavísindasvið Háskóla Íslands. Sérsvið hennar er einelti og tómstunda- og leiðtogafræði.

Svona verður fólk að leiðtogum

Fólk sem vill verða leiðtogar getur æft sig til að ná settu marki. „Maður þarf að læra leiðtogar gera og hvernig það er, fá tækifæri til að beita aðferðunum. Allri geta orðið leiðtogar,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir. 

Fólk sem vill verða leiðtogar getur æft sig til að ná settu marki.

„Maður þarf að læra um það hvað leiðtogar gera og hvernig það er, fá tækifæri til að beita aðferðunum. Allri geta orðið leiðtogar,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir. Vanda er með meistaragráðu í uppeldis- og menntunarfræðum og leggur stund á doktorsnám þar sem viðfangsefnið er einelti. 

Hún er lektor í tómstunda- og félagsmálafræði við menntavísindasvið Háskóla Íslands. Sérsvið hennar er einelti og tómstunda- og leiðtogafræði. Vanda er frá Sauðárkróki, fædd 1965 en býr nú í Reykjavík ásamt eiginmanni sínum og þremur börnum. 

Vanda hefur allan sinn starfsferil starfað með börnum og fullorðnum að eineltis- og samskiptamálum. Þá hefur hún einnig starfað sem knattspyrnuþjálfari í um 30 ár.

Vanda fjallaði um leiðtogahlutverkið á ráðstefnunni Sýnum karakter – Allir með. Þar á meðal ræddi hún um það hvernig leiðtogar verða til innan íþróttafélaga. Hún sagði umgjörð skipta máli, innri metnað, áhuga og vilja. Þá þurfi liðsmenn að hafa fyrir hlutunum. Það skili engu að fá allt upp í hendurnar.

Hún greindi líka á milli jákvæðra leiðtoga og neikvæðra:

 

Jákvæður leiðtogi

·        Hvetur fólk

·        Hjálpar

·        Hrósar

·        Hógvær

·        Drenglyndur

·        Hefur rétt við

·        Styður aðra

·        Fær aðra með sér í að gera jákvæða hluti

 

Neikvæður leiðtogi

·        Særir

·        Meiðir

·        Baktalar

·        Hunsar

·        Leggur í einelti

·        Svindlar

·        Hrokafullur

·        Fær aðra með sér í að gera neikvæða hluti

Svipað efni

SJÁ ALLA FLOKKA