Svanur Þór Mikaelsson er margfaldur Íslands- og bikarmeistari í taekwondo og hampar Norðurlandameistaratitli í greininni. Hann hefur verið í landsliði Íslands síðan árið 2012. Svanur hélt erindi á ráðstefnunni Sýnum karakter. Þar lýsti hann sambandi sínu við þjálfarann og markmiðum þeirra.
að hugsa jákvætt og stórt og ætla sér lengra
Svanur sagði það hjálpa sér að hafa alltaf eitthvað nýtt framundan og að þjálfarinn væri duglegur að minna á það; nýtt belti, ný mót og nýjar áskoranir. Mikilvægt sé að hugsa jákvætt og stórt og ætla sér alltaf lengra.
Þegar að Svanur meiddist, fékk þjálfarinn hans hann engu að síður til að koma á æfingar og halda rútínunni. Þá gerði hann bara eitthvað annað en venjulega, eitthvað sem setti ekki álag á meiðslin. „Það sem hélt mér gangandi var sú hugsun að þetta myndi lagast,“ sagði Svanur.
Erindi Svans má sjá hér fyrir ofan.