Þjappaði hópnum betur saman

Verkfærakistan
Spekingahornið

Þjappaði hópnum betur saman

Birtist fyrir
26/10/2016
dögum síðan.
Birtist fyrir
26/10/2016
dögum síðan.
0
mínútna lestur.

Íris Mist Magnúsdóttir

Íris Mist Magnúsdóttir er íþróttafræðingur og landsliðsþjálfari í hópfimleikum.

Þjappaði hópnum betur saman

Þegar Íris Mist kom aftur til Gerplu eftir nokkurt hlé sá hún að félagið var orðið stórt og einstaklingarnir innan þess ekki jafn áberandi og áður. Í kjölfarið var gripið til ýmissa aðgerða til að þjappa hópurinn betur saman.

Íþróttafræðingurinn Íris Mist Magnúsdóttir er landsliðsþjálfari í hópfimleikum. Hún var í liði Gerplu sem varð Evrópumeistari í hópfimleikum í Malmö í Svíþjóð árið 2010.

allir vildu setja sér markmið en fáir kunnu það

Íris Mist hélt erindi á ráðstefnunni Sýnum karakter. Íris sagði íþróttafélagið Gerplu hafa verið orðið líkast fyrirtæki með mikinn fjölda iðkenda, erfitt hafi verið að sinna öllum og einstaklingarnir því ekki eins áberandi innan þess. Til að breyta þessu hafi þjálfarateyminu verið þjappað betur saman, þeir fundað einu sinni í viku og hver þjálfari settur í að halda markmiðafund með sínum hópi. Þegar fundað var um málið kom í ljós að þótt allir vildu setja sér markmið þá kunnu það færri.

 Hér má sjá erindi Írisar á ráðstefnunni.

Svipað efni

SJÁ ALLA FLOKKA