Að sigra sjálfan sig

Verkfærakistan
Spekingahornið

Að sigra sjálfan sig

Birtist fyrir
29/3/2019
dögum síðan.
Birtist fyrir
29/3/2019
dögum síðan.
0
mínútna lestur.

Hrönn Árnadóttir

M.A. í íþróttasálfræði frá JFKU University.

hronn.arnadottir@gmail.com

Að sigra sjálfan sig

Í mörgum tilfellum trúir fólk ekki á eigin getu. Það setur sér ákveðin takmörk. Það stoppar sig af. Þess vegna fylgir því ómæld ánægja þegar einstaklingar, hópar eða lið vilja ná tökum á andlega þættinum. Í kjölfarið ná þau að sigra sjálfan sig.

Í gegnum tíðina hef ég unnið með ógrynni af fólki, fólki af öllum getustigum allt frá byrjendum upp í Ólympíufara og heimsmeistara. Það fylgir því ómæld ánægja að sjá iðkendur eða einstaklinga sem maður þjálfar í íþróttum eða vilja ná tökum á andlega þættinum, vilja sigra sjálfan sig.

Hvað meina ég með því að einhver vilji sigra sjálfan sig? 

Jú, í ótrúlega mörgum tilfellum hef ég unnið með fólki sem trúir ekki á eigin getu og setur sér ákveðin takmörk. Það stoppar sig af.

En hvaðan koma þessi takmörk?

Í flestum tilfellum er líkaminn klár í verkefnið sem framundan er. Hann getur þetta. En hugurinn er á öðru máli. Hann trúir því ekki að hægt sé að ná markmiðinu, að uppfylla þann draum sem viðkomandi á sér. Með því að fá ráðgjöf og verkfæri til að þjálfa hugann upp í að hafa trú á því að hægt sé að framkvæma það sem honum eða henni langar í eða vill ná þá oftar en ekki sigrast fólk á þessum takmörkum og nær markmiði sínu. Það veitir mér sem þjálfara og/eða ráðgjafa mikla ánægju þegar ég horfi á skjólstæðinga mína vart ráða sér fyrir kæti því þeim tókst að sigra sjálfa sig, komast yfir hindranirnar sem það hefur sett sér sjálft.  

Með góðri aðstoð getur íþróttafólk lært að stjórna því betur hvernig það hugsar

Hugsun hefur áhrif á líðan hverju sinni. Það er svo líðan okkar sem hefur áhrif á hegðunina (eða hvernig við framkvæmum eitthvað sem við ætlum okkur). Þetta getur bæði verið á jákvæðan hátt og neikvæðan hátt. Ef við brjótum það enn frekar niður þá má segja að það sem við trúum á hefur áhrif á þær væntingar sem við höfum í ákveðnum aðstæðum, sem hefur áhrif á það hvernig við tölum við okkur sjálf, okkar innri rödd, og það hvernig okkur líður – það hefur áhrif á það hvernig við framkvæmum.

Rannsóknir sýna að bein fylgni er á milli sjálfstrausts og árangurs. Hugsanir okkar hafa áhrif á það hvernig við framkvæmum það sem framundan er. Því verður sjálfstal og sjálfstraust mjög samtvinnað. Að auki þróast sjálfstraust eða skortur á sjálfstrausti með tímanum. Það þróast ekki aðeins út frá því að ganga vel heldur líka með því að hugsa jákvætt og á áhrifaríkan hátt.

Hægt er að þjálfa fólk í þvíað taka betur eftir hugsunum sínum og breyta þeim hugsunum sem vinna gegn þeim á jákvæðan hátt. Hægt er að byggja upp sjálfstraust á margan hátt, með því að þjálfa sig í að hugsa á jákvæðan hátt og skynja umhverfi sitt á jákvæðan hátt í stað þess að einblína á það neikvæða.

Mikilvægt er að kanna og skilja hvernig íþróttamaður hugsar um sjálfan sig og umhverfi sitt: jákvætt/neikvætt, raunhæft/óraunhæft. Þessi atriði hafa áhrif á það sem íþróttamaður býst við að gerist. Þessar hugsanir hafa þann möguleika að leiða til jákvæðra hugsana eða búa til óþarfa stress og kvíða.

Íþróttafólk tekur kannski ekki mikið eftir því hverju þau trúa. Oftar en ekki gera þau sér ekki grein fyrir því að þau hafa, þegar á öllu er á botninn hvolft, stjórn yfir trú, væntingum, sjálfstali og framkvæmd. Með góðri aðstoð getur íþróttafólk lært að stjórna því betur hvernig það hugsar, hvernig því líður og hvernig það framkvæmir það sem framundan er.

Sigurinn yfir sjálfum sér

Hér er dæmi um slíkt:

Haustið 2016 kom til mín knattspyrnumaður. Hann var þá að hefja undirbúningstímabil fyrir lokaárið sitt í 2. flokki. Hann setti sér tvö markmið. Í fyrsta lagi að vera ávallt í byrjunarliði í A-liði í 2. flokki og í öðru lagi (markmið sem hann var tregur til að upplýsa um) að komast á æfingar í meistaraflokki.

Nokkrir höfðu verið kallaðir til árin tvö á undan úr hans flokki inn á meistaraflokksæfingar. En ekki þessi knattspyrnumaður. Hann hafði skýra sýn á því hvað hann þyrfti að gera til að eiga möguleika á að komast í byrjunarlið 2.flokks.

Í dag hefur hann meiri trúa á því sem hann getur gert.

Mitt hlutverk var að þjálfa hann upp í að vera ákveðnari og hafa meiri trú á sjálfan sig. Ég gaf honum þess vegna ákveðin verkefni og verkfæri til að vinna með og breyta andlega þættinum. Með tímanum fór hugarfarið að breytast ásamt öðrum þáttum sem hann lagði áherslu á.

Og viti menn!

Þegar stutt var í páska hringdi þjálfari meistaraflokksins í hann.

Þú getur aðeins ímyndað þér gleðina í mínum manni! Hann fór inn á æfingu með meistaraflokki og stóð sig frábærlega. Hann var andlega og líkamlega reiðubúinn fyrir þessa stund. Hann sigraði sjálfan sig.

Í dag hefur hann meiri trúa á því sem hann getur gert.

En hvað með þig?

Hér að neðan má sjá uppskriftina mína að því hvernig þú getur sigrað sjálfa þig.

Svipað efni

SJÁ ALLA FLOKKA