Gaman að vera dómari

Verkfærakistan
Spekingahornið

Gaman að vera dómari

Birtist fyrir
26/10/2017
dögum síðan.
Birtist fyrir
26/10/2017
dögum síðan.
0
mínútna lestur.

Vilhjálmur Alvar Þórarinsson

FIFA dómari

Gaman að vera dómari

Dómarar þurfa að þróast með íþróttinni, haga sér eins og íþróttamenn, huga að mataræðinu, æfingum og fleiru. Þetta segir FIFA-dómarinn Vilhjálmur Alvar Þórarinsson

Dómarar þurfa að þróast með íþróttinni, haga sér eins og íþróttamenn, huga að mataræðinu, æfingum og fleiru. Þetta segir FIFA-dómarinn Vilhjálmur Alvar Þórarinsson.

Hann var með erindi á ráðstefnunni Sýnum karakter – Allir með sem fram fór í byrjun október 2017. Þar lýsti Vilhjálmur því hvernig hann byrjaði að dæma knattspyrnuleiki 16 ára og hvað hann telji að dómarar þurfi að gera til að halda sér við.

 Vilhjálmur segir það einkenna dómara að þeir hafi brennandi áhuga á íþróttinni. En þeir verði að halda sér við. Mikilvægt er jafnframt að leita ráða, í fyrstu hjá reyndari dómunum og öðlast svo reynslu sem dómari.

Eitt af mikilvægu ráðunum sem Vilhjálmur gaf þeim sem vilja vera dómarar og eru dómarar er að mæta alltaf á réttum tíma og hafa ekki  hendur í vösum. Illa undirbúinn dómari nýtur ekki virðingar, að hans sögn.

Svipað efni

SJÁ ALLA FLOKKA