„Ég ákvað að verða góður þjálfari“

Verkfærakistan
Spekingahornið

„Ég ákvað að verða góður þjálfari“

Birtist fyrir
10/11/2017
dögum síðan.
Birtist fyrir
10/11/2017
dögum síðan.
0
mínútna lestur.

Pálmar Ragnarsson

B.S. í sálfræði og körfuknattleiksþjálfari yngri flokka Vals.

„Ég ákvað að verða góður þjálfari“

Pálmar Ragnarsson setti sér það markmið í æsku að verða besti körfuboltamaður á Íslandi og atvinnumaður í greininni. Hann byrjaði ungur að æfa körfubolta og varð bæði bikar- og Íslandsmeistari með Fjölni. Hann fór líka með líðinu úr 1. deild upp í Úrvalsdeild og var það í fyrsta sinn sem félagið komst í deildina. Hann var í 10. bekk grunnskóla þegar hann var valinn í landslið.

Pálmar Ragnarsson setti sér það markmið í æsku að verða besti körfuboltamaður á Íslandi og atvinnumaður í greininni. Hann byrjaði ungur að æfa körfubolta og varð bæði bikar- og Íslandsmeistari með Fjölni. Hann fór líka með líðinu úr 1. deild upp í Úrvalsdeild og var það í fyrsta sinn sem félagið komst í deildina. Hann var í 10. bekk grunnskóla þegar hann var valinn í landslið.

Ferill Pálmars var á góðri siglingu þegar hann datt og meiddist á hné á æfingu. Hann var 19 ára. Þremur aðgerðum síðar sagði læknir við Pálmar: „Ef þú ætlar að geta gengið þegar þú verður eldri þá er ekki gott að þú spilir körfubolta.“

Pálmar segir draum sinn hafa hrunið.

„Ég fer á hverja einustu æfingu með það í huga að hafa gaman“

„Þarna var ég tvítugur með draum. Líf mitt hafði snúist um körfubolta. Ég vissi ekki hvað ég ætti að gera. En þá var hringt í mig og ég spurður að því hvort ég vilji þjálfa einn flokk í körfubolta. Ég hafði engan áhuga á því og sagði það útilokað.  Líf mitt hafði snúist um körfubolta. Ég vissi ekki hvað ég ætti að gera.“

Pálmar lét á endanum undan. Honum fannst gaman að þjálfa og hefur nú gert það í 12 ár.

En hvernig breytti hann markmiði sínu?

„Ég ákvað þá að verða góður þjálfari. Ég fer á hverja einustu æfingu með það í huga að hafa gaman og að það verði gaman fyrir krakkana. Draumur minn um það að vera góður leikmaður breyttist í það að verða góður þjálfari.“

Pálmar hélt fyrirlestur um feril sinn í körfubolta og breytt markmið á ráðstefnunni Sýnum karakter – Allir með.

Svipað efni

SJÁ ALLA FLOKKA