Að kveikja á réttu hugarástandi

Verkfærakistan
Spekingahornið

Birtist fyrir
28/9/2016
dögum síðan.
Birtist fyrir
28/9/2016
dögum síðan.
0
mínútna lestur.

María Helga Guðmundsdóttir

Að kveikja á réttu hugarástandi

Þegar gengið er inn í karatesal er til siðs að hneigja sig. Fyrst um sinn þykir flestum þetta skrítinn siður, en með tíð og tíma kemst hann upp í kostulega mikinn vana. Við karate iðkendur skiptumst iðulega á furðusögum af því þegar við hneigjum okkur óvart inn í skólastofur, áhorfendapalla á íþróttaleikjum og jafnvel á klósettið. En það er ekki bara hreyfingin sem er smitandi. Það fylgir því ákveðin hugarfarsbreyting að hefja hverja æfingu á þessari óvenjulegu athöfn. Hún minnir mig á að skilja allt utanaðkomandi eftir við dyrnar, setja stefnuna fram á við og gefa mig af heilum hug í verkefnið, sama hvert það er. Eins vandræðalegt og það var að hneigja sig óvart inn í íslenskutíma í menntó var hugarfarið þarft þar líka. Bestu æfingarnar eru þær þar sem við skiljum allar óþarfa hugsanir eftir við dyrnar og sökkvum okkur ofan í viðfangsefnið. Við þurfum öll einhverja leið til að kveikja á þessu hugarástandi. Mín leið er hneigingin. Hvað notar þú?

Svipað efni

SJÁ ALLA FLOKKA