Ég var beðin um á yngsta stigi grunnskóla að skrifa um framtíðardrauma mína og á blaðið komu tvö orð, málari og sunddrottning. Annað hefur ræst og hitt er í vinnslu.
Ég get sagt að áhugi minn byrjaði snemma, um fimm ára aldurinn. Ég var send í þjálfun í vatni út af fötlun minni og áhugi minn á æfingum í vatni kviknaði. Ég byrjaði snemma að æfa sund og 8 ára gömul keppti ég á mínu fyrsta móti. Mér hefur ávallt liðið vel í vatni og ætli líðan mín og hversu skemmtilegt var á æfingum hafi ekki stjórnað því, hversu vel mér gekk. Hvatning frá fjölskyldunni er mjög mikilvæg og hún drífur mann áfram. Á fyrstu árunum er mikilvægt að hafa stuðning og einhvern sem ýtir þér áfram, og eftir því sem þú eldist eykst áhuginn og einbeitingin og aginn tekinn við. Ég varð einbeittari með árunum og þörfin fyrir að gera sitt besta og bæta sig, sagði til sín.
Á fyrstu árunum er mikilvægt að hafa stuðning og einhvern sem ýtir þér áfram, og eftir því sem þú eldist eykst áhuginn og einbeitingin og aginn tekinn við.
Ef áhuginn er ekki til staðar í því sem þú tekur þér fyrir hendur, þá verður lítið úr verki. Því maður þarf að hafa áhuga fyrir hlutunum, annars nær maður ekki árangri.
Endurgjöf, samskipti og umhverfi íþróttarinnar skiptir miklu máli. Með markvissum vinnubrögðum er hægt að auka ánægju iðkandans og fá jákvæða upplifun hans og það skilar sér í betri árangri og ánægju, því allir iðkendur skipta máli.