Stuðningur foreldra skiptir máli

Verkfærakistan
Spekingahornið

Birtist fyrir
29/9/2016
dögum síðan.
Birtist fyrir
29/9/2016
dögum síðan.
0
mínútna lestur.

Andri Stefánsson

Sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ

Stuðningur foreldra skiptir máli

Á síðustu árum hef ég fylgst vel með því íþróttafólki sem hefur náð einna lengst á íslenskan mælikvarða og í flestum tilfellum sé ég eitt sameiginlegt með þessum aðilum, þau hafa gott bakland og stuðning frá sínum nánustu.  Hvort sem það eru foreldrar eða aðrir nátengdir þá hefur íþróttafólkið sem nær lengst öflugan stuðning sem er oftar en ekki fólgin í hvatningu og fórnfýsi.  Er ég þess fullviss að í gegnum uppeldi þessara einstaklinga hefur verið lögð áhersla á sjálfsaga, að efla sjálfstraust og vinna að því að einbeita sér að íþróttunum og árangri, sem og öðru í þeirra daglega lífi.   Þegar þessir aðilar æfa í umhverfi þar sem þessi gildi eru ríkjandi hjá fleiri einstaklingum og foreldrahópurinn er sterkur, þá nær hópurinn og einstaklingarnir enn betri árangri.  Gott íþróttaumhverfi hjálpar því til að móta þessa eiginleika og þetta eru eiginleikar sem við viljum að íslensk börn og unglingar tileinki sér.  Þetta eru þeir eiginleikar sem allir vinnuveitendur leita að í fari sinni starfsmanna, og þessa eiginleika getum við mótað með öflugu starfi og stuðningi aðstandenda. Ég vil gjarnan að börnin mín hafi gott sjálfstraust og góða einbeitingu og ég veit að með stuðningi okkar, og með íþróttaiðkun í hvetjandi umhverfi sem styður við þessa þætti, þá munu þessir þættir eflast enn frekar.  Öflugt foreldrastarf skiptir hér miklu máli. Þess vegna hvet ég börnin mín til þess að stunda íþróttir, mæti á foreldrafundi, tek þátt í foreldrastarfi og skutla á æfingar og í keppni.  Það finnst mér hluti af því að vera hvetjandi, sýna áhuga og skapa tengsl við íþróttaiðkun og heilbrigt líferni.  Er það ekki einmitt hlutverk okkar, foreldranna?

Svipað efni

SJÁ ALLA FLOKKA