Fyrir lítið land eins og Ísland þá er það mikil áskorun að ná árangri í íþróttum á alþjóðlegum vettvangi. Smæðin gerir það að verkum að við höfum ekki endilega úr sama mannskap að velja og aðrar þjóðir. Þess í stað verðum við að stóla á aðra hluti.
Þetta er á meðal þess sem dr. Viðar Halldórsson, lektor í félagsfræði við Háskóla Íslands, sagði í erindi sínu á ráðstefnunni Sýnum karakter.
að spila með hjartanu
Viðar sagði landsliðsþjálfara á Íslandi ekki endilega vilja hæfileikaríkustu leikmennina í landsliðið heldur réttu leikmennina. Þetta þýðir að íþróttanálgun á Íslandi byggist á því að spila með hjartanu og eru landsliðsmenn almennt góðir karakterar.
„Við leggjum okkur öll fram við það sem við gerum og fer almennt gott orð af íslensku afreksfólki,“ sagði hann.
Erindi Viðars má sjá hér.